Aldurssmánun samtímans Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. júní 2019 13:41 Þú ert jú komin á aldur“, sagði ungur maður við mig um daginn, þegar í tal barst tiltekið verkefni sem ég hef með höndum og hvort ég hygðist láta af því, sem hann taldi augljóslega tímabært. Ég hrökk við því sjálfsmynd mín er vissulega ekki sú að ég ráði ekki við verkefnið og fannst að mín þátttaka ætti ekki að ráðast af aldri, heldur því hvort ég valdi viðfangsefninu. Af svipuðum toga var ótrúleg og raunar sprenghlægileg frásögn Óttars Guðmundssonar (72 ára) nýverið í Fréttablaðinu, þar sem ungur maður, sem var samferða honum í flugvél, spurði Óttar: „Ertu enn að ferðast?“ Aldursmörkin 67 eða 70 ára virðast orðin að mælikvarða í sjálfu sér, óháð getu eða löngun viðkomandi. Listamenn eru hins vegar ekki settir undir þessa mælistiku og verk þeirra eða frammistaða metin óháð aldri, sem sýnir ágætlega hversu fáránleg hún er. Í atvinnulífinu er fólki sem náð hefur þessum aldri hins vegar lang oftast umsvifalaust vísað á dyr, óháð starfsgetu þess eða -vilja. Hér er verið að sóa samfélagslegum verðmætum og jafnvel töluvert yngra fólk, 45-50 ára, kvartar undan svonefndum „kennitöluvanda“ við atvinnuumsóknir, ekki síst konur. Þeim sé ekki einu sinni boðið í atvinnuviðtal þrátt fyrir þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði. Sömu viðhorf eða aldursfordómar birtast í opinberri umræðu um þriðja orkupakkann. Þar hafa verið áberandi nokkrir eldri áhugamenn um stjórnmál, en þeim er ítrekað bent á að „tími þeirra sé liðinn“, skoðanir þeirra sagðar „rykfallnar“ og þeir beðnir um að skipta sér ekki af því sem kallað er „okkar framtíð“, svo aðeins sé vitnað í kurteisari ummælin. Reynsla og afleidd dómgreind er einskis metin, eitthvað sem ætti fremur að teljast mikilvægt í þjóðmálaumræðu. Háskóli Íslands er ánægjuleg undantekning þessa. Þar hefur með nýjum rektor verið mörkuð sú stefna, að heimilt er að semja við fólk sem komið er á eftirlaun um tiltekin verkefni, séu þau til staðar. Samið er til afmarkaðs tíma í senn, á fyrri launum, þótt ekki fylgi öll sömu starfskjör. Slíkir samningar verða að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum beggja aðila og viðkomandi starfsmaður að sætta sig við reglubundna endurskoðun. Opinberir aðilar og fyrirtæki ættu að fylgja þessu almenna fordæmi og einhverjir kunna að gera það. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því, að sum störf ganga mjög nærri fólki þannig að sjálfsagt er að það geti farið á eftirlaun 67-70 ára. En lykilatriði er að fólk hafi val, sé geta og áhugi til staðar. Það er eitt af einkennum okkar samtíma að hópar sem hafa mátt sæta neikvæðri umræðu eða fordómum hafa risið upp og krafist þess að vera jafnréttháir öðrum, sem ekki bera sömu einkenni og vera metnir á grunni eigin verðleika. Þar hafa verið áberandi t.d. fatlaðir, samkynhneigðir, hörundsdökkir, tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson talaði nýverið um kynþáttaníð, fólk í yfirþyngd, sem kallar það fitusmánun, að ekki sé minnst á konur. Barátta eldri borgara fyrir mannsæmandi eftirlaunum og tryggingabótum er mikilvæg. En það er ekki síður mikilvægt og raunar mannréttindi að á þá sé hlustað og borin fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra fólk taki þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli, hvar sem það kýs. En einhvern veginn er eins og þeir sem eldri eru séu feimnir við að setja fram þá kröfu og sætti sig við jaðarsetninguna. Þessu þarf að breyta – það eru hagsmunir allra, líka þeirra sem yngri eru og eiga eftir að eldast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Þú ert jú komin á aldur“, sagði ungur maður við mig um daginn, þegar í tal barst tiltekið verkefni sem ég hef með höndum og hvort ég hygðist láta af því, sem hann taldi augljóslega tímabært. Ég hrökk við því sjálfsmynd mín er vissulega ekki sú að ég ráði ekki við verkefnið og fannst að mín þátttaka ætti ekki að ráðast af aldri, heldur því hvort ég valdi viðfangsefninu. Af svipuðum toga var ótrúleg og raunar sprenghlægileg frásögn Óttars Guðmundssonar (72 ára) nýverið í Fréttablaðinu, þar sem ungur maður, sem var samferða honum í flugvél, spurði Óttar: „Ertu enn að ferðast?“ Aldursmörkin 67 eða 70 ára virðast orðin að mælikvarða í sjálfu sér, óháð getu eða löngun viðkomandi. Listamenn eru hins vegar ekki settir undir þessa mælistiku og verk þeirra eða frammistaða metin óháð aldri, sem sýnir ágætlega hversu fáránleg hún er. Í atvinnulífinu er fólki sem náð hefur þessum aldri hins vegar lang oftast umsvifalaust vísað á dyr, óháð starfsgetu þess eða -vilja. Hér er verið að sóa samfélagslegum verðmætum og jafnvel töluvert yngra fólk, 45-50 ára, kvartar undan svonefndum „kennitöluvanda“ við atvinnuumsóknir, ekki síst konur. Þeim sé ekki einu sinni boðið í atvinnuviðtal þrátt fyrir þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði. Sömu viðhorf eða aldursfordómar birtast í opinberri umræðu um þriðja orkupakkann. Þar hafa verið áberandi nokkrir eldri áhugamenn um stjórnmál, en þeim er ítrekað bent á að „tími þeirra sé liðinn“, skoðanir þeirra sagðar „rykfallnar“ og þeir beðnir um að skipta sér ekki af því sem kallað er „okkar framtíð“, svo aðeins sé vitnað í kurteisari ummælin. Reynsla og afleidd dómgreind er einskis metin, eitthvað sem ætti fremur að teljast mikilvægt í þjóðmálaumræðu. Háskóli Íslands er ánægjuleg undantekning þessa. Þar hefur með nýjum rektor verið mörkuð sú stefna, að heimilt er að semja við fólk sem komið er á eftirlaun um tiltekin verkefni, séu þau til staðar. Samið er til afmarkaðs tíma í senn, á fyrri launum, þótt ekki fylgi öll sömu starfskjör. Slíkir samningar verða að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum beggja aðila og viðkomandi starfsmaður að sætta sig við reglubundna endurskoðun. Opinberir aðilar og fyrirtæki ættu að fylgja þessu almenna fordæmi og einhverjir kunna að gera það. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því, að sum störf ganga mjög nærri fólki þannig að sjálfsagt er að það geti farið á eftirlaun 67-70 ára. En lykilatriði er að fólk hafi val, sé geta og áhugi til staðar. Það er eitt af einkennum okkar samtíma að hópar sem hafa mátt sæta neikvæðri umræðu eða fordómum hafa risið upp og krafist þess að vera jafnréttháir öðrum, sem ekki bera sömu einkenni og vera metnir á grunni eigin verðleika. Þar hafa verið áberandi t.d. fatlaðir, samkynhneigðir, hörundsdökkir, tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson talaði nýverið um kynþáttaníð, fólk í yfirþyngd, sem kallar það fitusmánun, að ekki sé minnst á konur. Barátta eldri borgara fyrir mannsæmandi eftirlaunum og tryggingabótum er mikilvæg. En það er ekki síður mikilvægt og raunar mannréttindi að á þá sé hlustað og borin fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra fólk taki þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli, hvar sem það kýs. En einhvern veginn er eins og þeir sem eldri eru séu feimnir við að setja fram þá kröfu og sætti sig við jaðarsetninguna. Þessu þarf að breyta – það eru hagsmunir allra, líka þeirra sem yngri eru og eiga eftir að eldast.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun