Domino's fjármagnar umhverfissjóð með bréfpokum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 16:09 Domino's vonast til að framtakið hafi keðjuverkandi áhrif. Fbl/EYÞÓR Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's. Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's.
Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira