Fjórar milljónir sparast við að hætta við flugeldasýningu menningarnætur Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:00 Menningarnótt lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira