Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:10 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52