Tekjutap fyrir björgunarsveitir ef flugeldasýningum verði hætt Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 21:00 Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar
Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira