Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Þessi hundur reyndi að kæla sig niður í gosbrunni. Nordicphotos/AFP Hitabylgja gerði Evrópubúum áfram lífið leitt í gær og hættuástand hefur myndast í vestanverðri álfunni. Franska veðurstofan hefur til að mynda gefið út rauða viðvörun á fjórum svæðum í landinu vegna hitans. Hitamet var slegið í Frakklandi í gær. Það féll í bænum Gallargues-le-Monteux og var 45,9 stig. Fyrra hitamet var sett í hitabylgjunni 2003, 44,1 stig. Þúsundir létu lífið í þeirri hitabylgju og sagði Agnes Buzyn heilbrigðismálaráðherra í gær að „allir væru í hættu“ nú. Edouard Philippe forsætisráðherra varaði íbúa við því að taka óþarfa áhættu í því skyni að kæla sig niður. Hann sagði að á hverjum degi drukknaði fólk sem reyndi að flýja hitann með því að stinga sér á kaf. Sömu sögu er að segja á Bretlandi og Spáni. Á Spáni geisa svo enn umfangsmiklir skógareldar, nánar tiltekið í Tarragona í Katalóníu. Eldarnir eru einir þeir verstu í tvo áratugi í héraðinu. Samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN hefur gengið erfiðlega í baráttunni við eldana, sérstaklega í ljósi þess að hiti er ekki farinn að lækka. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og er afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. 28. júní 2019 17:09 Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Hitabylgja gerði Evrópubúum áfram lífið leitt í gær og hættuástand hefur myndast í vestanverðri álfunni. Franska veðurstofan hefur til að mynda gefið út rauða viðvörun á fjórum svæðum í landinu vegna hitans. Hitamet var slegið í Frakklandi í gær. Það féll í bænum Gallargues-le-Monteux og var 45,9 stig. Fyrra hitamet var sett í hitabylgjunni 2003, 44,1 stig. Þúsundir létu lífið í þeirri hitabylgju og sagði Agnes Buzyn heilbrigðismálaráðherra í gær að „allir væru í hættu“ nú. Edouard Philippe forsætisráðherra varaði íbúa við því að taka óþarfa áhættu í því skyni að kæla sig niður. Hann sagði að á hverjum degi drukknaði fólk sem reyndi að flýja hitann með því að stinga sér á kaf. Sömu sögu er að segja á Bretlandi og Spáni. Á Spáni geisa svo enn umfangsmiklir skógareldar, nánar tiltekið í Tarragona í Katalóníu. Eldarnir eru einir þeir verstu í tvo áratugi í héraðinu. Samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN hefur gengið erfiðlega í baráttunni við eldana, sérstaklega í ljósi þess að hiti er ekki farinn að lækka. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og er afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. 28. júní 2019 17:09 Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. 28. júní 2019 17:09
Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24