Erlent

Gefur lítið fyrir ummæli Carter

Andri Eysteinsson skrifar
Carter hafði sagt kjör Trump ólögmætt
Carter hafði sagt kjör Trump ólögmætt Getty/NurPhoto

Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefur lítið fyrir ummæli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Demókratans Jimmy Carter, um lögmæti kjörs Trump árið 2016. Fréttastofa AP greinir frá.



Carter sem var forseti Bandaríkjanna frá 1976-1980, sagði á málstofu um mannréttindi á vegum Carter Center að full rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 myndi leiða í ljós að Donald Trump hefði í reynd náð kjöri vegna afskipta Rússa.



Sjá einnig: Jimmy Carter efast um lögmæti kjörs Trump

Var hann þá spurður hvort efast mætti með réttu um lögmæti kjörs Bandaríkjaforseta og hvort kjör Trumps væri í reynd ólögmætt. Sagði Carter svo vera og sagðist hann standa við orð sín.

Venjulegur talsmáti Demókrata

Trump hafa orðið hissa á að heyra ummæli Carters en sagði þó að þessi skoðun væri venjuleg skoðun Demókrata og skaut á hinn 94 ára gamla Carter. „ Sjáðu til, hann er ágætis maður. Hann var hræðilegur forseti. Þetta er týpísk orðræða Demókrata, hann er trúr flokknum. Eins og allir ættu nú að skilja vann ég ekki vegna Rússa, heldur vegna mín,“ sagði Trump sem staddur er í Osaka vegna fundar G-20 ríkjanna.



Ýjað hefur verið að því frá sigri Trump 2016 að Rússar hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna og áhrif Rússa hafi einnig haft neikvæð áhrif á framboð Hillary Clinton fyrir Demókrataflokkur. Engin haldbær sönnunargögn hafa þó fundist til þess að færa sönnur á þær aðdróttanir.



„Hann hefur verið gagnrýndur oft og harðlega. Það er eins og fólk hafi gleymt að hann hafi verið forseti, ég skil af hverju. Hann var ekki góður forseti, sagði Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×