Myrkraverk á Svörtuloftum Örn Karlsson skrifar 11. júní 2019 08:00 Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun