Kynntu nýtt þjónustukort fyrir landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2019 13:38 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Svo segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu víðsvegar um landið og auka tækifæri til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Útgáfa Þjónustukortsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt því að vera ein af aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Með kortinu og gögnunum sem það byggir á mun fást hröð og einföld yfirsýn yfir hvaða þjónusta er veitt hvar á landinu. Byggðastofnun óskar eftir ábendingum, athugasemdum og leiðréttingum við kortið. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á ábendingarhnappi á kortinu. Þá verður stöðug uppfærsla á kortagögnum þar sem þjónusta breytist og færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi er gott og virkt samstarf við almenning, fyrirtæki og stofnanir lykilatriði í mótun kortsins og unnið verður að því út þetta ár að bæta við upplýsingum um þjónustuþætti inn á kortið. „Upplýsingar um margháttaða þjónustu á vegum ríkisins eru þegar komnar inn á kortið. Einnig upplýsingar um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Unnið er að því að skrá fleiri þjónustuþætti sveitarfélaga inn á kortið og verður í framhaldinu lögð áhersla á að skrá þjónustu á vegum einkaaðila,“ segir í tilkynningu. Til stendur að uppfæra upplýsingar á kortinu reglulega. Komið á fyrir á tengingum við aðra opinbera gagnagrunna þar sem þess er kostur. Þá er stefnt að því að hægt verði að sjá hversu langt er í tiltekna þjónustu út frá gefinni staðsetningu. Einnig stendur til að þýða flokkaheiti í kortinu yfir á önnur tungumál svo kortið verði aðgengilegt fyrir sem flesta. „Mikil áhersla er lögð á að gögnin sem safnast séu opin og fljótlega verður opnuð niðurhalssíða þar sem hægt verður að sækja gagnasett sem liggja að baki kortinu. Þannig nýtast upplýsingarnar öllum almenningi endurgjaldslaust, s.s. til ýmis konar nýsköpunar í atvinnulífinu eða úrvinnslu og miðlunar t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu eða í menntakerfinu.“ Fullgert verður þjónustukortið fyrsta kort sinnar tegundar sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Kortið má finna á www.þjónustukort.is Neytendur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Svo segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu víðsvegar um landið og auka tækifæri til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Útgáfa Þjónustukortsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt því að vera ein af aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Með kortinu og gögnunum sem það byggir á mun fást hröð og einföld yfirsýn yfir hvaða þjónusta er veitt hvar á landinu. Byggðastofnun óskar eftir ábendingum, athugasemdum og leiðréttingum við kortið. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á ábendingarhnappi á kortinu. Þá verður stöðug uppfærsla á kortagögnum þar sem þjónusta breytist og færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi er gott og virkt samstarf við almenning, fyrirtæki og stofnanir lykilatriði í mótun kortsins og unnið verður að því út þetta ár að bæta við upplýsingum um þjónustuþætti inn á kortið. „Upplýsingar um margháttaða þjónustu á vegum ríkisins eru þegar komnar inn á kortið. Einnig upplýsingar um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Unnið er að því að skrá fleiri þjónustuþætti sveitarfélaga inn á kortið og verður í framhaldinu lögð áhersla á að skrá þjónustu á vegum einkaaðila,“ segir í tilkynningu. Til stendur að uppfæra upplýsingar á kortinu reglulega. Komið á fyrir á tengingum við aðra opinbera gagnagrunna þar sem þess er kostur. Þá er stefnt að því að hægt verði að sjá hversu langt er í tiltekna þjónustu út frá gefinni staðsetningu. Einnig stendur til að þýða flokkaheiti í kortinu yfir á önnur tungumál svo kortið verði aðgengilegt fyrir sem flesta. „Mikil áhersla er lögð á að gögnin sem safnast séu opin og fljótlega verður opnuð niðurhalssíða þar sem hægt verður að sækja gagnasett sem liggja að baki kortinu. Þannig nýtast upplýsingarnar öllum almenningi endurgjaldslaust, s.s. til ýmis konar nýsköpunar í atvinnulífinu eða úrvinnslu og miðlunar t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu eða í menntakerfinu.“ Fullgert verður þjónustukortið fyrsta kort sinnar tegundar sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Kortið má finna á www.þjónustukort.is
Neytendur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira