Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 19:12 Golunov táraðist þegar honum var sleppt úr haldi í Moskvu í dag. Lögreglustjórinn þar felldi niður allar ákærur á hendur honum. AP/Pavel Golovkin Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41