Innlent

Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt

Kristján Már Unnarsson skrifar
Reynir Vilhjálmsson hefur ritað bók um Elliðaárdal og býr skammt frá Árbæjarlóni.
Reynir Vilhjálmsson hefur ritað bók um Elliðaárdal og býr skammt frá Árbæjarlóni. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Ungahópinn mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 

Reynir Vilhjálmsson landslagsarktitekt, höfundur bókar um Elliðaárdal, býr skammt frá lóninu og hann skynjar vel stemmninguna í kringum varpið hjá álftinni. Það eru raunar liðnir tólf dagar frá því Árbæjarálftin sýndi fyrst afkomendur sína þetta sumarið. 

„Þeir eru bara þrír núna. Það er mjög lítið, venjulega eru þeir svona fjórir fimm jafnvel,“ segir Reynir.

Álftarparið syndir um með þrjá unga á Árbæjarlóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Gæsarungar eru þó margfalt fleiri í Elliðaárdal og segir Reynir að gæsinni hafi fjölgað. Við Árbæjarlón er það þó álftin sem ræður ríkjum. 

„Hún heldur ákveðnum radíus í kringum sig þar sem engin gæs verpir. Rekur alla í burtu sem reyna að komast inn á hennar umráðasvæði,“ sagði Reynir. 

Nánar var rætt við hann í frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Þrír álftarungar á Árbæjarlóni

Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×