Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2019 11:29 Rauður dregill var að sjálfsögðu dreginn fram og íslensk stúlka glæsilega klædd afhenti forsetafrúnni blómvönd. Vísir/JóiK Vösk sveit íslenskra ráðherra var mætt á Bessastaði til íslensku forsetahjónanna til að taka á móti forseta Þýskalands og forsetafrú. Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. Gert er ráð fyrir að þau dvelji hér dagana 12. og 13. júní en haldi af landi brott föstudaginn 14. júní. Heimsóknin hófst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan tíu. Forseti Íslands mun síðan eiga fund með forseta Þýskalands og forsetarnir ræða við blaðamenn eftir það.Frá Bessastöðum í morgun.Vísir/JóiKÍ kjölfarið taka við hádegisverður í Marshallhúsinu í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heimsókn í Alþingi og fundur með forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Síðdegis opnar forseti Þýskalands formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Eliza Reid forsetafrú og Elke Büdenbender forsetafrú Þýskalands munu heimsækja samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð fyrir hádegi og stoðtækjafyrirtækið Össur eftir hádegið. Loks bjóða forseti Íslands og forsetafrú til stuttra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Eldborg og síðan hátíðarkvöldverðar á Kolabrautinni miðvikudaginn 12. júní.Ráðherrarnir silltu sér upp í beina línu og heilsuðu forsetahjónunum.Vísir/JóiKFimmtudaginn 13. júní halda gestirnir í Hellisheiðarvirkjun og fræðast um jarðhitanýtingu auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls í fylgd skólanema úr Hvolsskóla þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Þaðan verður haldið að Landeyjahöfn og siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði, þar á meðal Eldheima, fiskiskip og nýja hitaveitu, sem opnuð var formlega í bænum fyrir skömmu, auk þess sem þau ganga með fylgdarliði sínu á Eldfell. Forseti Íslands Garðabær Þýskaland Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Vösk sveit íslenskra ráðherra var mætt á Bessastaði til íslensku forsetahjónanna til að taka á móti forseta Þýskalands og forsetafrú. Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. Gert er ráð fyrir að þau dvelji hér dagana 12. og 13. júní en haldi af landi brott föstudaginn 14. júní. Heimsóknin hófst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan tíu. Forseti Íslands mun síðan eiga fund með forseta Þýskalands og forsetarnir ræða við blaðamenn eftir það.Frá Bessastöðum í morgun.Vísir/JóiKÍ kjölfarið taka við hádegisverður í Marshallhúsinu í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heimsókn í Alþingi og fundur með forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Síðdegis opnar forseti Þýskalands formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Eliza Reid forsetafrú og Elke Büdenbender forsetafrú Þýskalands munu heimsækja samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð fyrir hádegi og stoðtækjafyrirtækið Össur eftir hádegið. Loks bjóða forseti Íslands og forsetafrú til stuttra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Eldborg og síðan hátíðarkvöldverðar á Kolabrautinni miðvikudaginn 12. júní.Ráðherrarnir silltu sér upp í beina línu og heilsuðu forsetahjónunum.Vísir/JóiKFimmtudaginn 13. júní halda gestirnir í Hellisheiðarvirkjun og fræðast um jarðhitanýtingu auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls í fylgd skólanema úr Hvolsskóla þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Þaðan verður haldið að Landeyjahöfn og siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði, þar á meðal Eldheima, fiskiskip og nýja hitaveitu, sem opnuð var formlega í bænum fyrir skömmu, auk þess sem þau ganga með fylgdarliði sínu á Eldfell.
Forseti Íslands Garðabær Þýskaland Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum