Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 12:47 Sumarbústaður brann í Skorradal fyrir tveimur árum. Vísir/JóiK Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira