Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2019 19:15 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag. Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag.
Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29