Orkuverð og fiskverð Þorvaldur Gylfason skrifar 13. júní 2019 08:00 Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar