Hafró leggur til þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 10:43 Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum. Fréttablaðið/GVA Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum. Sjávarútvegur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum.
Sjávarútvegur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði