„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. vísir/vilhelm Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00