„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. vísir/vilhelm Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00