Banna beinar textalýsingar úr dómsal Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:56 Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. Vísir/Hanna Andrésdóttir Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt. Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt.
Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira