Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 20:00 Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30