Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 20:00 Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30