Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 20:00 Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30