Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli í stórleiknum í Krikanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 22:30 Hilmar Árni Halldórsson og Hjörtur Logi Valgarðsson. vísir/bára FH og Stjarnan deildu með sér stigunum í fjörugum leik á Kaplakrikavelli í áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Stjarnan kastaði frá sér tveggja marka forskoti á tveimur mínútum. Leikir þessara liða á þessum velli hafa verið mjög fjörugir síðustu ár og þar var engin breyting á. Fyrri hálfeikur einkenndist nokkuð af meiðslum en þrjár skiptingar voru gerðar í hálfleiknum, tvær hjá Stjörnunni og ein hjá FH. Meiðslin tóku flæðið aðeins úr leiknum en það var þó nokkuð um færi. Jónatan Ingi Jónsson átti algjört dauðafæri eftir um tuttugu mínútna leik þegar hann skaut yfir markið af stuttu færi úr teignum. Þegar fyrri hálfleikur var við það að renna út fékk Stjarnan aukaspyrnu á vænlegum stað, rétt utan teigs. Upp úr aukaspyrnunni fékk Stjarnan svo dæmt víti þegar Atli Guðnason tók Þorstein Má Ragnarson niður í teignum. FH-ingar voru ekki sáttir með þann dóm, en þó aðallega fannst þeim aukaspyrnan vera við litlar sakir. Hilmar Árni fór á vítapunktinn og skoraði. Stjörnumenn þurftu að gera sína þriðju og síðustu breytingu eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og aftur fór leikmaður af velli hálf haltrandi. Rúnar Páll Sigmundsson gat því ekki gert neinar taktískar breytingar á liði sínu. Þrátt fyrir það skoruðu gestirnir annað mark sitt á 64. mínútu, varamaðurinn Sölvi Snær Guðbjargarson átti góða sendingu inn í teiginn þar sem Hilmar Árni var einn og óvaldaður. Hvítklæddir Hafnfirðingar voru ekki lengi að jafna, það gerði reyndar bláklæddur Guðmundur Steinn Hafsteinsson þegar hann skallaði boltann í eigið net upp úr hornspyrnu. FH fékk aðra hornspyrnu rúmri mínútu eftir þá fyrri og aftur kom mark. Steven Lennon nýtti sér að Haraldur Björnsson náði ekki að grípa boltann og jafnaði fyrir FH. Eftir jöfnunarmarkið var leikurinn mjög opinn og áttu bæði lið haug af færum þegar þau reyndu að sækja sigurinn. Þegar venjulegur leiktími var við það að renna út átti Jósef Kristinn Jósefsson skot sem virtist fara í höndina á Pétri Viðarsyni. Ívar Orri Kristjánsson dómari dæmdi ekkert og Stjörnumenn voru brjálaðir. Við skoðun sjónvarpsendursýninga fer boltinn klárlega í höndina á Pétri en dómarinn virðist hafa metið sem svo að höndin væri í eðlilegri líkamsstöðu, enda nokkuð þétt upp við líkama Péturs. Hins vegar er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir viðkomuna í hendi Péturs þá hefði boltinn fallið fyrir Baldur Sigurðsson í dauðafæri rétt við marklínuna. Hvorugu liðinu tókst að ná í sigurmarkið, lokatölur 2-2 og liðin deila með sér stigi hvort. Úrslit kvöldsins þýða að bæði lið falla um eitt sæti, FH í það 5. og Stjarnan í 6. þar sem Fylkir jafnaði liðin að stigum og Árbæingar eru með betri markatölu.Af hverju varð jafntefli? Úr því hvernig leikurinn spilaðist má segja að það hafi verið jafntefli vegna þess að Ívar Orri dæmdi ekki vítaspyrnu. Hvort það sé réttur dómur treysti ég mér ekki til þess að dæma um, en Stjörnumenn geta haldið því fram að Pétur hefði átt að setja höndina á sér fyrir aftan bak eða fyrir framan líkamann og því vítaspyrna réttlætanleg. FH fékk hættulegri færi í leiknum en bæði lið spiluðu mjög vel og þetta var jafn, opinn og bráðskemmtilegur fótboltaleikur. Stjörnumenn gera vel í að komast yfir, vissulega er vítaspyrnan sem þeir fengu líka umdeildur dómur eftir því hvort þú ert hvítur eða blár stuðningsmaður, og þeir kasta þessu frá sér með því að ná ekki að verjast tveimur hornspyrnum.Hverjir stóðu upp úr? Þetta var frekar jöfn frammistaða frá flestum leikmönnum vallarins í þessum leik. Hilmar Árni setur tvö mörk og er það gríðarlega mikilvægt fyrir Stjörnuna. Brandur Olsen átti hornspyrnurnar sem FH skoraði úr og nokkur góð skot í leiknum. Steven Lennon var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í sumar og komst þokkalega frá honum, þó vissulega ætti hann að hafa nýtt sum færin sín betur. Þorsteinn Már Ragnarsson átti fína spretti og Guðmundur Kristjánsson náði mikilvægum stoppum í vörn FH.Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að það hafi komið fram hér að ofan verður bara að segjast að það sem fór verst hafi verið varnarleikur Stjörnunnar í föstum leikatriðum. Þeir eru í virkilega vænlegri stöðu, 2-0 yfir á heimavelli FH með um tuttugu mínútur eftir og missa það niður í jafntefli á tveimur mínútum. Hvað sem menn vilja segja um þau vafaatriði sem komu upp þá hefðu þau ekki skipt máli ef Stjarnan hefði varist hornspyrnunum betur.Hvað gerist næst? Það er stutt í næsta leik hjá Stjörnunni. Nú fer að koma sá tími sumars sem gerir lífið aðeins flóknara, leikir innan umferða hliðrast til vegna Evrópukeppna. Stjarnan spilar við Breiðablik á þriðjudaginn og er sá leikur hluti af 9. umferð. Valur og KR mætast á miðvikudag en svo eru hinir leikir umferðarinnar á dagskrá í júlí. 10. umferð er svo leikinn um næstu helgi. Þá fær FH KR í heimsókn í Kaplakrika.Rúnar Páll Sigmundssonvísir/báraRúnar: Mjög lélegt af dómaranum „Auðvitað er ég ekki sáttur við það að tapa niður tveggja marka forystu. Að fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum er ekki gott heldur og er ennþá sárara að þetta sé á einhverjum fimm mínútna kafla sem er ekki gott af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Páll í leikslok. „Mér fannst við spila vel fyrri hálfleikinn, vorum frábærir í fyrri hálfleik og inn í seinni hálfleikinn, komust sanngjarnt yfir 2-0. En þeir jafna og gerðu það ágætlega, sem var lélegt af okkar hálfu.“ „Svo er „crucial“ móment þar sem hann dæmir ekki víti, sem er víti að mér fannst. Svo þegar Þorsteinn er að sleppa einn í gegn og er tekinn niður, það er bara aukaspyrna og rautt að mínu viti. Þetta eru harðir dómar, eða ekki dómar, og það er mjög lélegt af dómara leiksins.“ Stjarnan fékk á sig tvö mörk á stuttum tíma um miðjan seinni hálfleik, bæði upp úr hornspyrnum. Þarf Rúnar nú að fara með sína stráka í æfingabúðir hvernig eigi að verjast föstum leikatriðum? „Nei, nei. Við förum bara heim og hvílum okkur og svo er bara Breiðablik á þriðjudaginn og áfram með smjörið.“ Hvað var Rúnar ánægðastur með í leik sinna manna? „Karakter og skipulag og vinnusemi. Skorum tvö frábær mörk og bara karakter. Við vildum þetta mikið og margt mjög flott í okkar leik í dag,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.vísir/báraÓli: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Baldur Sigurðssonvísir/báraBaldur: Ívar viðurkenndi að þetta hafi farið í höndina á honum „Ég held að við séum svekktari en FH. Ég er drullufúll bara að við skildum ekki hafa klárað þennan leik,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson. „Við vorum komnir í 2-0, frábær staða á útivelli á móti FH, og fá svo tvö mörk á okkur úr hornum nákvæmlega eins. Þetta var bara aumingjaskapur hjá okkur, algjör aumingjaskapur og þetta á ekki að gerast.“ Var það bara einbeitingarleysi á þessum tveimur mínútum sem fór með Stjörnumenn? „Maður getur kallað þetta hvað sem er en þú æfir þetta og vilt ekki fá á þig mörk úr þessu, þetta breytir leikjum.“ „Í dag breytti þetta heldur betur leiknum fyrir FH. Við erum með unna stöðu og svo var þetta svona ping-pong. Mér fannst meiri kraftur í FH eftir það, þeir eru góðir að spila. Við kannski, svona í ljósi þess, er þetta í lagi. En að vera komnir í 2-0 og klára þetta ekki, það er lélegt.“ „Mögulega einhverjar ákvarðanir hjá dómaranum sem höfðu áhrif, maður veit það ekki, en ég er mest fúll út í okkur.“ Talandi um dómaraákvarðanir, átti Stjarnan að fá sitt annað víti undir lokin? „Ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur og ég er mjög heitur núna og vill ekki segja einhverja vitleysu.“ „Að sjálfsögðu finnst okkur það. Það er nú bara þannig að ef boltinn fer í höndina á einhverjum, sem hann gerði klárlega, þá viltu fá víti. Ívar viðurkenndi að hann hafi séð þetta fara í höndina en hann mat þetta svo að þetta hefði verið eðlileg staða.“ „Þetta er sennilega mesta spurningamerkið í fótbolta, hvort það sé hendi eða ekki. Að sjálfsögðu er ég drullufúll og FH-ingarnir sennilega bara kátir að þetta hafi ekki verið víti.“Daði Freyr Arnarssonvísir/vilhelmDaði: Búinn að bíða eftir þessu í fjögur ár Hinn ungi Daði Freyr Arnarsson var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH í kvöld þegar hann stóð vaktina á milli stanganna. Hann var sáttur með sína frammistöðu í leiknum. „Ég var búinn að undirbúa mig fyrir leikinn í heila viku, við fórum yfir allt sem þurfti að fara yfir, hvað þeir gerðu, og mér fannst við vera óheppnir að fá á okkur tvö mörk,“ sagði Daði í leikslok. Það var þó lítið hægt að sakast við hann í mörkunum, annað úr víti og hitt var dauðafæri í teignum sem Hilmar Árni klikkar ekki oft úr, á móti hvaða markmanni sem er. „Við vorum búnir að skoða hvar Hilmar skýtur vítunum sínum, þau voru bæði vinstra megin hjá markmanninum og ég treysti á að hann myndi skjóta þar aftur, en þetta var hörku gott skot og sömuleiðis hitt markið sem hann skorar úr.“ Fyrsti leikurinn og það á móti toppliði, í stórleik í beinni útsendingu, var Daði stressaður fyrir leikinn? „Nei, get ekki sagt það. Meiri spenna bara, búinn að bíða eftir þessu í einhver fjögur ár að fá loks að spila og sanna mig fyrir þeim. Ég bara gæti ekki verið sáttari með þennan leik.“ Það er vika í næsta leik, verður Daði á milli stanganna þá? „Ég ætla bara að vona það, að ég hafi sett standardinn og ég vil vera áfram í markinu,“ sagði Daði Freyr. Pepsi Max-deild karla
FH og Stjarnan deildu með sér stigunum í fjörugum leik á Kaplakrikavelli í áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Stjarnan kastaði frá sér tveggja marka forskoti á tveimur mínútum. Leikir þessara liða á þessum velli hafa verið mjög fjörugir síðustu ár og þar var engin breyting á. Fyrri hálfeikur einkenndist nokkuð af meiðslum en þrjár skiptingar voru gerðar í hálfleiknum, tvær hjá Stjörnunni og ein hjá FH. Meiðslin tóku flæðið aðeins úr leiknum en það var þó nokkuð um færi. Jónatan Ingi Jónsson átti algjört dauðafæri eftir um tuttugu mínútna leik þegar hann skaut yfir markið af stuttu færi úr teignum. Þegar fyrri hálfleikur var við það að renna út fékk Stjarnan aukaspyrnu á vænlegum stað, rétt utan teigs. Upp úr aukaspyrnunni fékk Stjarnan svo dæmt víti þegar Atli Guðnason tók Þorstein Má Ragnarson niður í teignum. FH-ingar voru ekki sáttir með þann dóm, en þó aðallega fannst þeim aukaspyrnan vera við litlar sakir. Hilmar Árni fór á vítapunktinn og skoraði. Stjörnumenn þurftu að gera sína þriðju og síðustu breytingu eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og aftur fór leikmaður af velli hálf haltrandi. Rúnar Páll Sigmundsson gat því ekki gert neinar taktískar breytingar á liði sínu. Þrátt fyrir það skoruðu gestirnir annað mark sitt á 64. mínútu, varamaðurinn Sölvi Snær Guðbjargarson átti góða sendingu inn í teiginn þar sem Hilmar Árni var einn og óvaldaður. Hvítklæddir Hafnfirðingar voru ekki lengi að jafna, það gerði reyndar bláklæddur Guðmundur Steinn Hafsteinsson þegar hann skallaði boltann í eigið net upp úr hornspyrnu. FH fékk aðra hornspyrnu rúmri mínútu eftir þá fyrri og aftur kom mark. Steven Lennon nýtti sér að Haraldur Björnsson náði ekki að grípa boltann og jafnaði fyrir FH. Eftir jöfnunarmarkið var leikurinn mjög opinn og áttu bæði lið haug af færum þegar þau reyndu að sækja sigurinn. Þegar venjulegur leiktími var við það að renna út átti Jósef Kristinn Jósefsson skot sem virtist fara í höndina á Pétri Viðarsyni. Ívar Orri Kristjánsson dómari dæmdi ekkert og Stjörnumenn voru brjálaðir. Við skoðun sjónvarpsendursýninga fer boltinn klárlega í höndina á Pétri en dómarinn virðist hafa metið sem svo að höndin væri í eðlilegri líkamsstöðu, enda nokkuð þétt upp við líkama Péturs. Hins vegar er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir viðkomuna í hendi Péturs þá hefði boltinn fallið fyrir Baldur Sigurðsson í dauðafæri rétt við marklínuna. Hvorugu liðinu tókst að ná í sigurmarkið, lokatölur 2-2 og liðin deila með sér stigi hvort. Úrslit kvöldsins þýða að bæði lið falla um eitt sæti, FH í það 5. og Stjarnan í 6. þar sem Fylkir jafnaði liðin að stigum og Árbæingar eru með betri markatölu.Af hverju varð jafntefli? Úr því hvernig leikurinn spilaðist má segja að það hafi verið jafntefli vegna þess að Ívar Orri dæmdi ekki vítaspyrnu. Hvort það sé réttur dómur treysti ég mér ekki til þess að dæma um, en Stjörnumenn geta haldið því fram að Pétur hefði átt að setja höndina á sér fyrir aftan bak eða fyrir framan líkamann og því vítaspyrna réttlætanleg. FH fékk hættulegri færi í leiknum en bæði lið spiluðu mjög vel og þetta var jafn, opinn og bráðskemmtilegur fótboltaleikur. Stjörnumenn gera vel í að komast yfir, vissulega er vítaspyrnan sem þeir fengu líka umdeildur dómur eftir því hvort þú ert hvítur eða blár stuðningsmaður, og þeir kasta þessu frá sér með því að ná ekki að verjast tveimur hornspyrnum.Hverjir stóðu upp úr? Þetta var frekar jöfn frammistaða frá flestum leikmönnum vallarins í þessum leik. Hilmar Árni setur tvö mörk og er það gríðarlega mikilvægt fyrir Stjörnuna. Brandur Olsen átti hornspyrnurnar sem FH skoraði úr og nokkur góð skot í leiknum. Steven Lennon var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í sumar og komst þokkalega frá honum, þó vissulega ætti hann að hafa nýtt sum færin sín betur. Þorsteinn Már Ragnarsson átti fína spretti og Guðmundur Kristjánsson náði mikilvægum stoppum í vörn FH.Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að það hafi komið fram hér að ofan verður bara að segjast að það sem fór verst hafi verið varnarleikur Stjörnunnar í föstum leikatriðum. Þeir eru í virkilega vænlegri stöðu, 2-0 yfir á heimavelli FH með um tuttugu mínútur eftir og missa það niður í jafntefli á tveimur mínútum. Hvað sem menn vilja segja um þau vafaatriði sem komu upp þá hefðu þau ekki skipt máli ef Stjarnan hefði varist hornspyrnunum betur.Hvað gerist næst? Það er stutt í næsta leik hjá Stjörnunni. Nú fer að koma sá tími sumars sem gerir lífið aðeins flóknara, leikir innan umferða hliðrast til vegna Evrópukeppna. Stjarnan spilar við Breiðablik á þriðjudaginn og er sá leikur hluti af 9. umferð. Valur og KR mætast á miðvikudag en svo eru hinir leikir umferðarinnar á dagskrá í júlí. 10. umferð er svo leikinn um næstu helgi. Þá fær FH KR í heimsókn í Kaplakrika.Rúnar Páll Sigmundssonvísir/báraRúnar: Mjög lélegt af dómaranum „Auðvitað er ég ekki sáttur við það að tapa niður tveggja marka forystu. Að fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum er ekki gott heldur og er ennþá sárara að þetta sé á einhverjum fimm mínútna kafla sem er ekki gott af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Páll í leikslok. „Mér fannst við spila vel fyrri hálfleikinn, vorum frábærir í fyrri hálfleik og inn í seinni hálfleikinn, komust sanngjarnt yfir 2-0. En þeir jafna og gerðu það ágætlega, sem var lélegt af okkar hálfu.“ „Svo er „crucial“ móment þar sem hann dæmir ekki víti, sem er víti að mér fannst. Svo þegar Þorsteinn er að sleppa einn í gegn og er tekinn niður, það er bara aukaspyrna og rautt að mínu viti. Þetta eru harðir dómar, eða ekki dómar, og það er mjög lélegt af dómara leiksins.“ Stjarnan fékk á sig tvö mörk á stuttum tíma um miðjan seinni hálfleik, bæði upp úr hornspyrnum. Þarf Rúnar nú að fara með sína stráka í æfingabúðir hvernig eigi að verjast föstum leikatriðum? „Nei, nei. Við förum bara heim og hvílum okkur og svo er bara Breiðablik á þriðjudaginn og áfram með smjörið.“ Hvað var Rúnar ánægðastur með í leik sinna manna? „Karakter og skipulag og vinnusemi. Skorum tvö frábær mörk og bara karakter. Við vildum þetta mikið og margt mjög flott í okkar leik í dag,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.vísir/báraÓli: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Baldur Sigurðssonvísir/báraBaldur: Ívar viðurkenndi að þetta hafi farið í höndina á honum „Ég held að við séum svekktari en FH. Ég er drullufúll bara að við skildum ekki hafa klárað þennan leik,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson. „Við vorum komnir í 2-0, frábær staða á útivelli á móti FH, og fá svo tvö mörk á okkur úr hornum nákvæmlega eins. Þetta var bara aumingjaskapur hjá okkur, algjör aumingjaskapur og þetta á ekki að gerast.“ Var það bara einbeitingarleysi á þessum tveimur mínútum sem fór með Stjörnumenn? „Maður getur kallað þetta hvað sem er en þú æfir þetta og vilt ekki fá á þig mörk úr þessu, þetta breytir leikjum.“ „Í dag breytti þetta heldur betur leiknum fyrir FH. Við erum með unna stöðu og svo var þetta svona ping-pong. Mér fannst meiri kraftur í FH eftir það, þeir eru góðir að spila. Við kannski, svona í ljósi þess, er þetta í lagi. En að vera komnir í 2-0 og klára þetta ekki, það er lélegt.“ „Mögulega einhverjar ákvarðanir hjá dómaranum sem höfðu áhrif, maður veit það ekki, en ég er mest fúll út í okkur.“ Talandi um dómaraákvarðanir, átti Stjarnan að fá sitt annað víti undir lokin? „Ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur og ég er mjög heitur núna og vill ekki segja einhverja vitleysu.“ „Að sjálfsögðu finnst okkur það. Það er nú bara þannig að ef boltinn fer í höndina á einhverjum, sem hann gerði klárlega, þá viltu fá víti. Ívar viðurkenndi að hann hafi séð þetta fara í höndina en hann mat þetta svo að þetta hefði verið eðlileg staða.“ „Þetta er sennilega mesta spurningamerkið í fótbolta, hvort það sé hendi eða ekki. Að sjálfsögðu er ég drullufúll og FH-ingarnir sennilega bara kátir að þetta hafi ekki verið víti.“Daði Freyr Arnarssonvísir/vilhelmDaði: Búinn að bíða eftir þessu í fjögur ár Hinn ungi Daði Freyr Arnarsson var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH í kvöld þegar hann stóð vaktina á milli stanganna. Hann var sáttur með sína frammistöðu í leiknum. „Ég var búinn að undirbúa mig fyrir leikinn í heila viku, við fórum yfir allt sem þurfti að fara yfir, hvað þeir gerðu, og mér fannst við vera óheppnir að fá á okkur tvö mörk,“ sagði Daði í leikslok. Það var þó lítið hægt að sakast við hann í mörkunum, annað úr víti og hitt var dauðafæri í teignum sem Hilmar Árni klikkar ekki oft úr, á móti hvaða markmanni sem er. „Við vorum búnir að skoða hvar Hilmar skýtur vítunum sínum, þau voru bæði vinstra megin hjá markmanninum og ég treysti á að hann myndi skjóta þar aftur, en þetta var hörku gott skot og sömuleiðis hitt markið sem hann skorar úr.“ Fyrsti leikurinn og það á móti toppliði, í stórleik í beinni útsendingu, var Daði stressaður fyrir leikinn? „Nei, get ekki sagt það. Meiri spenna bara, búinn að bíða eftir þessu í einhver fjögur ár að fá loks að spila og sanna mig fyrir þeim. Ég bara gæti ekki verið sáttari með þennan leik.“ Það er vika í næsta leik, verður Daði á milli stanganna þá? „Ég ætla bara að vona það, að ég hafi sett standardinn og ég vil vera áfram í markinu,“ sagði Daði Freyr.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti