Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2019 07:15 Gæta þarf að því að hross í vetrharhaga hafi næga beit og vatn. Ef jarðbönn verða þarf að gæta að því að hrossum sé gefið á gaddinn. Alls bárust 99 ábendingar til MAST um hross á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“ Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“
Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira