Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2019 07:15 Gæta þarf að því að hross í vetrharhaga hafi næga beit og vatn. Ef jarðbönn verða þarf að gæta að því að hrossum sé gefið á gaddinn. Alls bárust 99 ábendingar til MAST um hross á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“ Dýr Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“
Dýr Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira