Körfubolti

Toronto NBA-meistari í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bikarinn fer á loft í nótt.
Bikarinn fer á loft í nótt. vísir/getty
Toronto Raptors er NBA-meistari eftir að hafa unnið sjötta leik úrslitaeinvígisins gegn Golden State Warriors, 114-110 í nótt. Liðið vann því einvígið 4-2.

Kawhi Leonard var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með að meðaltali 28,5 stig í úrslitaeinvíginu.

Golden State hafði orðið NBA-meistari síðustu tvö ár lentu í miklum meiðslavandræðum. Kevin Durant var á meiðslalistanum og þeir misstu Klay Thompson í þriðja leikhlutanum.







Stephen Curry átti þó möguleika á að jafna einvígið í 3-3 er Golden State var einu stigi undir, 111-110, rétt fyrir leikslok en þriggja stiga skot hans geigaði.

Toronto er fyrsta kanadíska liðið til þess að vinna stóran bikar í íþróttum í Bandaríkjunum síðan Toronto Blue Jays varð meistari í hafnabolta 1993.







Pascal Siakam og Kyle Lowry voru stigahæstir í liði meistaranna en þeir skoruðu báðir 26 stig. Siakam tók að auki tíu fráköst.

Í liði Golden State var það Klay Thompson sem var atkvæðamestur með 30 stig en hann þurfti, eins og áður segir, að fara af velli í þriðja leikhlutanum. Stephen Curry skoraði 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×