Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 16. júní 2019 11:24 Birgir Hauksson vakti athygli á reyknum á Facebook-síðu sinni og sagði háttsemina skjóta skökku við fréttaflutning af hættu á gróðureldum. Jói K/Skjáskot Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni. Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni.
Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30
Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39
Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent