Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 16. júní 2019 11:24 Birgir Hauksson vakti athygli á reyknum á Facebook-síðu sinni og sagði háttsemina skjóta skökku við fréttaflutning af hættu á gróðureldum. Jói K/Skjáskot Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni. Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni.
Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30
Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39
Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15