Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 16. júní 2019 11:24 Birgir Hauksson vakti athygli á reyknum á Facebook-síðu sinni og sagði háttsemina skjóta skökku við fréttaflutning af hættu á gróðureldum. Jói K/Skjáskot Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni. Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni.
Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30
Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39
Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15