Costco sýknað í innkaupakerrumáli Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 21:44 Costco var sýknað fyrir héraðsdómi í dag. Vísir/Ernir Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira