Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 13:03 Margir hafa kvartað undan bitum. Vísir/Vilhelm Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur. Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur.
Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10