Fólkinu fylgt Davíð Þorláksson skrifar 19. júní 2019 07:00 Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar