Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2019 12:58 Davíð og Styrmir pönkast sem mest þeir mega í forystu flokksins. Víst er að margan Sjálfstæðismanninn svíður að Morgunblaðið skuli hamast svo gegn flokknum og raun ber vitni. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að liðast í sundur vegna Orkupakkamálsins. Gamlir foringjar fara mikinn og gagnrýna forystuna án vægðar. Þar fara fremstir í flokki Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og nú ritstjóri Morgunblaðsins og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri þess sama blaðs.Nokkrum sögum fer af úrsögnum úr flokknum. Vísir hefur reynt að ná tali af Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra flokksins en samkvæmt upplýsingum úr Valhöll þá er hann í fríi og ekki verður hægt að ná í hann næstu vikurnar. Þórður svarar engum skilaboðum en að sögn þeirrar sem svarar síma í Valhöll er hann eini maðurinn sem getur svarað spurningunni um úrsagnir.Eini maðurinn sem getur svarað til um úrsagnir úr flokknum heitir Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins, en hann er í fríi og tekur ekki síma.Í dag er því slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins að meirihluti landsmanna sé andvígur orkupakkanum. Styrmir vitnar á heimasíðu sinni til þessarar fréttar sem byggir á könnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn og segir að þar megi greina „skýran þjóðarvilja“. Styrmir bendir sérstaklega á að vert sé að skoða hver afstaða fylgismanna einstakra flokka sé? Og það kemur á daginn að 49 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi undanþágu orkulöggjöf Evrópusambandsins en 20 prósent eru andvíg henni. Tæp 70 prósent Framsóknarfólks vill undanþágu og tæp 83 prósent Miðflokks, samkvæmt fréttinni.Guðlaugur Þór fær það óþvegið Í fréttinni er rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins sem telur raunhæft að ætla að ríkisstjórnin muni endurskoða afstöðu sína til málsins eftir að umræðu um málið var slegið á frest en til stendur að taka hana upp í sérstökum stubbi, áður en þing tekur til starfa aftur í haust.Þingflokkur Miðflokksins þarf ekki að kvarta undan því að Morgunblaðið fylgi þeim ekki að málum.FBL/Anton BrinkSigmundur Davíð fagnar því að málinu sé frestað en það gerir einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem talað hefur mjög fyrir orkupakkanum. Hann fær bágt fyrir glósur sínar til Miðflokksins þegar hann spyr til hvers málþófið hafi eiginlega verið, á Facebook-hópnum Orkan okkar baráttuhópur. „Þessi maður kann ekki að skammast sín,“ segir meðal annars í athugasemd þar. Og við Facebookfærslu utanríkisráðherra hafa athugasemdirnar hrannast upp og og Guðlaugi Þór ekki vandaðar kveðjurnar. Þær athugasemdir mega heita til marks um að málið sé flokknum erfitt viðureignar. En, stóri skelmirinn í málinu öllu er þó Davíð, sem aldrei er í aukahlutverki í neinu leikriti. Vísir hefur áður fjallað um athyglisvert bréf sem Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og áður stuðningsmaður Davíðs, ritaði þar sem hann reynir að tala um fyrir hinum gamla foringja; að hann sjái að sér og hætti nú að hamast á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og forystunni.Grái her Valhallar óhress Davíð bætir í ef eitthvað er; í síðasta Reykjavíkurbréfi veifar hann orðsveðju sinni svo um munar. Halldór segir hann vera ruglaðan í ríminu eða eins og Davíð orðar það að hætti hússins: „En hann ratar illa eftir að notkunin á ættarvitanum óx.“ En fyrst og fremst sé það forystan sem fær að heyra það. Davíð segir hana gefa skít í landsfundasamþykktir flokksins og segir hana reynslulitla.Þó vitaskuld finnist undantekningar þar á, flokkshollir eldri borgarar innan Sjálfstæðisflokksins sem styðja forystuna, er Davíð Oddsson ekki einn þeirra.„Nú þykir fínt að reynslulítið fólk, sem hefur fengið pólitískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokkssystkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öllum illa,“ segir Davíð í Reykjavíkurbréfi sínu og telur þetta ekki kunna góðri lukku að stýra. „Enn er eldra fólk í hópi góðra stuðningsmanna þessa flokks. Sé það virkilega svo, eins og þessir nefndu textar og hortugheit bera með sér, að haft sé horn í síðu þessa fólks er rétt að nýgræðingarnir frábiðji sér upphátt atkvæði þess til flokksins með afgerandi hætti.“ Davíð bætir því við að eins og stemmingin sé núna megi heita líklegt að slíkri beiðni verði betur tekið en hefði verið endranær. Og endurtekur þar skilaboð sem mörgum brá við nýlega þegar hann sagði að enginn flokkur væri eilífur.Davíð þolir illa að ráða ekki PR-mennirnir og sérlegir áhugamenn um íslensk stjórnmál, þeir Andrés Jónsson og Friðjón Friðjónsson, voru fengnir í Bítið í morgun til að ræða þessa stöðu sem upp er komin í Sjálfstæðisflokknum. Þar var lagt út frá téðu Reykjavíkurbréfi en hvorugur gefur mikið fyrir skrif Davíðs. Andrés rifjaði upp í því samhengi fleyg orð Davíðs að menn ættu ekki að hlusta um of á grasrótina, þá fái menn orma í eyrun. Hann telur það því skjóta skökku við úr þeirri áttinni að grasrótin sé nú alpha og omega alls sem er.Andrés telur að greina megi mikið óþol í Davíð, og reyndar allri þeirri kynslóð sem hann tilheyri. Hún tók ung við völdum og hékk á þeim von úr viti áður en næstu kynslóð var hleypt að. Hún eigi því ekki að venjast að ráða ekki. Þetta einkenni skrif Davíðs.„Honum finnst ekki nógu mikið á sig hlustað. Hann er að skrifa Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum. Og hefur svigrúm til þess. Öflugir fjárfestar að baki sér sem voru að leggja blaðinu til 200 milljónir í byrjun árs.“ Þetta er svo mikið píp Friðjón furðar sig á því að Davíð skuli tala um reynsluleysi þegar litið er til þess að hann sjálfur var svo til reynslulaus þegar hann settist í borgarstjórastól í Reykjavík, þegar hann tók við formennsku í flokknum bráðungur og svo sem forsætisráðherra nýkominn inn á þing. „Mér finnst þetta svo mikið píp, afsakið orðbragðið,“ segir Friðjón, sem hefur tilheyrt innsta hring flokksins um áratuga skeið. Hann vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi af því langa og góða reynslu að hleypa ungu fólki í forystuna. Og tekur til nokkur dæmi um forystumenn flokksins í gegnum tíðina. „Holur hljómur í gagnrýni manna sem hafa setið í svona stöðu að halda svona nokkru fram.“Friðjón Friðjónsson, almannatengill, segir þetta algjört píp í Davíð hvað varðar reynsluleysi forystunnar. Sá geti nú aldeilis trútt um talað.Andrés segir að það árásir Davíðs á varaformanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur komi sér mjög á óvart. „Menn taka bara til það sem hentar. Davíð nefnir hana ekki með nafni heldur talar í gátum um hana, sem er tilraun til virðingarleysis.“ Komið er inná þá staðreynd að Bjarni Benediktsson kaus að birta afmælisgrein sína í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu, en Friðjón vill ekki gera of mikið úr því og segir það einfaldlega svo að Fréttablaðið sé með miklu meiri lestur og dreifingu en Morgunblaðið nokkru sinni. Svo einfalt sé það.Davíð orðinn hálfgildings Miðflokksmaður Svo virðist sem afar kært sé með Styrmi, Davíð og Sigmundi formanni Miðflokksins. Svo mjög að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að Davíð ætti bara að drífa sig í Miðflokkinn. „Að hluta til þykir mér alltaf vænt um minn gamla flokk og ég veit ekki hvort ég eigi að vera mikið að tjá mig en ég hef náttúrulega miklar og sterkar skoðanir á þessu,“ segir Þorgerður sem telur áðurnefnda grein Halldórs Blöndals segja mikið um ástandið.Þorgerður Katrín segir að Davíð ætti bara að drífa sig í Miðflokkinn.Og hún segir Bjarna fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins sem ekki njóti stuðnings Morgunblaðsins. En í áðurnefndu útvarpsviðtali nefndi Friðjón að nú væri öldin önnur, árið 1982 var á forsíðu blaðsins birt ávart oddvita Sjálfstæðisflokksins á forsíðu blaðsins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sá oddviti var Davíð Oddsson. „Það er ákveðinn armur, Miðflokks armur Sjálfstæðisflokksins sem er að reyna að knýja Sjálfstæðisflokkinn, og hann hefur að hluta til tekið þau skref meira til hægri, meira inn í daður við ákveðinn popúlisma, einangrunarhyggju og svo framvegis,“ segir Þorgerður Katrín. En, hvað sem mönnum kann að finnast um skrif Davíðs og meint dekur hans við Sigmund Davíð er víst að engan bilbug er að finna á andstæðingum orkupakkans sem hyggjast nýta sumarið vel til að safna vopnum sínum. Bítið Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að liðast í sundur vegna Orkupakkamálsins. Gamlir foringjar fara mikinn og gagnrýna forystuna án vægðar. Þar fara fremstir í flokki Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og nú ritstjóri Morgunblaðsins og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri þess sama blaðs.Nokkrum sögum fer af úrsögnum úr flokknum. Vísir hefur reynt að ná tali af Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra flokksins en samkvæmt upplýsingum úr Valhöll þá er hann í fríi og ekki verður hægt að ná í hann næstu vikurnar. Þórður svarar engum skilaboðum en að sögn þeirrar sem svarar síma í Valhöll er hann eini maðurinn sem getur svarað spurningunni um úrsagnir.Eini maðurinn sem getur svarað til um úrsagnir úr flokknum heitir Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins, en hann er í fríi og tekur ekki síma.Í dag er því slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins að meirihluti landsmanna sé andvígur orkupakkanum. Styrmir vitnar á heimasíðu sinni til þessarar fréttar sem byggir á könnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn og segir að þar megi greina „skýran þjóðarvilja“. Styrmir bendir sérstaklega á að vert sé að skoða hver afstaða fylgismanna einstakra flokka sé? Og það kemur á daginn að 49 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi undanþágu orkulöggjöf Evrópusambandsins en 20 prósent eru andvíg henni. Tæp 70 prósent Framsóknarfólks vill undanþágu og tæp 83 prósent Miðflokks, samkvæmt fréttinni.Guðlaugur Þór fær það óþvegið Í fréttinni er rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins sem telur raunhæft að ætla að ríkisstjórnin muni endurskoða afstöðu sína til málsins eftir að umræðu um málið var slegið á frest en til stendur að taka hana upp í sérstökum stubbi, áður en þing tekur til starfa aftur í haust.Þingflokkur Miðflokksins þarf ekki að kvarta undan því að Morgunblaðið fylgi þeim ekki að málum.FBL/Anton BrinkSigmundur Davíð fagnar því að málinu sé frestað en það gerir einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem talað hefur mjög fyrir orkupakkanum. Hann fær bágt fyrir glósur sínar til Miðflokksins þegar hann spyr til hvers málþófið hafi eiginlega verið, á Facebook-hópnum Orkan okkar baráttuhópur. „Þessi maður kann ekki að skammast sín,“ segir meðal annars í athugasemd þar. Og við Facebookfærslu utanríkisráðherra hafa athugasemdirnar hrannast upp og og Guðlaugi Þór ekki vandaðar kveðjurnar. Þær athugasemdir mega heita til marks um að málið sé flokknum erfitt viðureignar. En, stóri skelmirinn í málinu öllu er þó Davíð, sem aldrei er í aukahlutverki í neinu leikriti. Vísir hefur áður fjallað um athyglisvert bréf sem Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og áður stuðningsmaður Davíðs, ritaði þar sem hann reynir að tala um fyrir hinum gamla foringja; að hann sjái að sér og hætti nú að hamast á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og forystunni.Grái her Valhallar óhress Davíð bætir í ef eitthvað er; í síðasta Reykjavíkurbréfi veifar hann orðsveðju sinni svo um munar. Halldór segir hann vera ruglaðan í ríminu eða eins og Davíð orðar það að hætti hússins: „En hann ratar illa eftir að notkunin á ættarvitanum óx.“ En fyrst og fremst sé það forystan sem fær að heyra það. Davíð segir hana gefa skít í landsfundasamþykktir flokksins og segir hana reynslulitla.Þó vitaskuld finnist undantekningar þar á, flokkshollir eldri borgarar innan Sjálfstæðisflokksins sem styðja forystuna, er Davíð Oddsson ekki einn þeirra.„Nú þykir fínt að reynslulítið fólk, sem hefur fengið pólitískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokkssystkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öllum illa,“ segir Davíð í Reykjavíkurbréfi sínu og telur þetta ekki kunna góðri lukku að stýra. „Enn er eldra fólk í hópi góðra stuðningsmanna þessa flokks. Sé það virkilega svo, eins og þessir nefndu textar og hortugheit bera með sér, að haft sé horn í síðu þessa fólks er rétt að nýgræðingarnir frábiðji sér upphátt atkvæði þess til flokksins með afgerandi hætti.“ Davíð bætir því við að eins og stemmingin sé núna megi heita líklegt að slíkri beiðni verði betur tekið en hefði verið endranær. Og endurtekur þar skilaboð sem mörgum brá við nýlega þegar hann sagði að enginn flokkur væri eilífur.Davíð þolir illa að ráða ekki PR-mennirnir og sérlegir áhugamenn um íslensk stjórnmál, þeir Andrés Jónsson og Friðjón Friðjónsson, voru fengnir í Bítið í morgun til að ræða þessa stöðu sem upp er komin í Sjálfstæðisflokknum. Þar var lagt út frá téðu Reykjavíkurbréfi en hvorugur gefur mikið fyrir skrif Davíðs. Andrés rifjaði upp í því samhengi fleyg orð Davíðs að menn ættu ekki að hlusta um of á grasrótina, þá fái menn orma í eyrun. Hann telur það því skjóta skökku við úr þeirri áttinni að grasrótin sé nú alpha og omega alls sem er.Andrés telur að greina megi mikið óþol í Davíð, og reyndar allri þeirri kynslóð sem hann tilheyri. Hún tók ung við völdum og hékk á þeim von úr viti áður en næstu kynslóð var hleypt að. Hún eigi því ekki að venjast að ráða ekki. Þetta einkenni skrif Davíðs.„Honum finnst ekki nógu mikið á sig hlustað. Hann er að skrifa Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum. Og hefur svigrúm til þess. Öflugir fjárfestar að baki sér sem voru að leggja blaðinu til 200 milljónir í byrjun árs.“ Þetta er svo mikið píp Friðjón furðar sig á því að Davíð skuli tala um reynsluleysi þegar litið er til þess að hann sjálfur var svo til reynslulaus þegar hann settist í borgarstjórastól í Reykjavík, þegar hann tók við formennsku í flokknum bráðungur og svo sem forsætisráðherra nýkominn inn á þing. „Mér finnst þetta svo mikið píp, afsakið orðbragðið,“ segir Friðjón, sem hefur tilheyrt innsta hring flokksins um áratuga skeið. Hann vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi af því langa og góða reynslu að hleypa ungu fólki í forystuna. Og tekur til nokkur dæmi um forystumenn flokksins í gegnum tíðina. „Holur hljómur í gagnrýni manna sem hafa setið í svona stöðu að halda svona nokkru fram.“Friðjón Friðjónsson, almannatengill, segir þetta algjört píp í Davíð hvað varðar reynsluleysi forystunnar. Sá geti nú aldeilis trútt um talað.Andrés segir að það árásir Davíðs á varaformanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur komi sér mjög á óvart. „Menn taka bara til það sem hentar. Davíð nefnir hana ekki með nafni heldur talar í gátum um hana, sem er tilraun til virðingarleysis.“ Komið er inná þá staðreynd að Bjarni Benediktsson kaus að birta afmælisgrein sína í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu, en Friðjón vill ekki gera of mikið úr því og segir það einfaldlega svo að Fréttablaðið sé með miklu meiri lestur og dreifingu en Morgunblaðið nokkru sinni. Svo einfalt sé það.Davíð orðinn hálfgildings Miðflokksmaður Svo virðist sem afar kært sé með Styrmi, Davíð og Sigmundi formanni Miðflokksins. Svo mjög að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að Davíð ætti bara að drífa sig í Miðflokkinn. „Að hluta til þykir mér alltaf vænt um minn gamla flokk og ég veit ekki hvort ég eigi að vera mikið að tjá mig en ég hef náttúrulega miklar og sterkar skoðanir á þessu,“ segir Þorgerður sem telur áðurnefnda grein Halldórs Blöndals segja mikið um ástandið.Þorgerður Katrín segir að Davíð ætti bara að drífa sig í Miðflokkinn.Og hún segir Bjarna fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins sem ekki njóti stuðnings Morgunblaðsins. En í áðurnefndu útvarpsviðtali nefndi Friðjón að nú væri öldin önnur, árið 1982 var á forsíðu blaðsins birt ávart oddvita Sjálfstæðisflokksins á forsíðu blaðsins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sá oddviti var Davíð Oddsson. „Það er ákveðinn armur, Miðflokks armur Sjálfstæðisflokksins sem er að reyna að knýja Sjálfstæðisflokkinn, og hann hefur að hluta til tekið þau skref meira til hægri, meira inn í daður við ákveðinn popúlisma, einangrunarhyggju og svo framvegis,“ segir Þorgerður Katrín. En, hvað sem mönnum kann að finnast um skrif Davíðs og meint dekur hans við Sigmund Davíð er víst að engan bilbug er að finna á andstæðingum orkupakkans sem hyggjast nýta sumarið vel til að safna vopnum sínum.
Bítið Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent