Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 13:02 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur. Hún er ötul í baráttu sinni fyrir mannréttindum trans- og intersexfólks á Íslandi. FBL/Stefán Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30
Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?