Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 20:00 Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi hefur yfirumsjón með verkefninu sem kallast MOSAIC en ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan verður flaggskip leiðangursins sem hefst í september á þessu ári og stendur yfir í eitt ár. Prófessor Dr. Markus Rex yfirmaður loftlagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunni segir að um sex hundruð vísindamenn á fimm ísbrjótum, með aðstoð frá þyrlum og flugvél komi að rannsókninni. „Við viljum skilja betur veðurfarið á norðurheimsskautinu. Norðurheimsskautið er sá hluti heimsins þar sem hlýnunin er mest. Enginn staður á jörðinni hefur hlýnað eins mikið og norðurheimsskautið. En þetta er líka það svæði í heiminum þar sem við skiljum ekki hlýnunina nógu vel til að spá um framtíðina og við viljum breyta því“ segir Rex.Markus Rex, yfirmaður loftslagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunninni.Stöð2Finna þarf svar við flóknu spurningunum Þetta verður umfangsmesti rannsóknarleiðangur sem nokkru sinni hefur verið farinn á Norðurskautið með aðkomu vísindamanna frá sautján þjóðríkjum. En þýska flaggskipið Pólstjarnan verður föst inni í ísnum og mun fljóta með honum allan næsta vetur. „Auðveldu spurningunum hefur þegar verið svarað og nú snúum við okkur að erfiðu spurningunum. Hvernig er veðurfarið á norðurheimsskautinu á veturna? Hvernig er samspil hafíssins, andrúmsloftsins, vistkerfisins og lífjarðefnafræðinnar. Til að rannsaka þessi ferli þurfum við stór mælingatæki. Við þurfum íssjár, rannsóknarmyndavélar á ísnum, við þurfum þykktarmæla á ísnum við skipið“ segir Rex. Þetta væri eingöngu framkvæmanlegt með fjölþjóðlegri samvinnu þeirra sautján ríkja sem kæmu að leiðangrinum meðal annars frá Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Nýjasta og fullkomnasta rannsóknarskip óg ísbrjótur Kínverja, Xue Long, eða Snjódrekinn II verður sjósett eftir um tvo mánuði. Skipið mun meðal annars taka þátt í hinu risavaxna MOSAIC verkefni og það er aldrei að vita nema íslenskir vísindamenn eigi eftir að vinna um borð í þessu skipi.Tækifæri fyrir íslenska vísindamenn Leiðangurinn var vandlega kynntur á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sat ráðstefnuna í Shanghai og segir fróðlegt að hlusta á vísindamenn sem átti sig ekki á hvers vegna loftlagsbreytingarnar gerist hraðar á norðurslóðum en annars staðar. Þess vegna sé MOSAIC leiðangurinn mjög spennandi. „Auðvitað eru þetta stórmerkilegar rannsóknir sem er verið að kynna hérna í dag. Og við eigum að fylgjast mjög vel með og ekki bara fylgjast með heldur taka þátt.“ Heldur þú að íslenskir vísindamenn geti farið um borð í eitthvert af þessum rannsóknarskipum sem er verið að skipuleggja að fari á norðurskautið? „Já það er áhugi á því og þeim stendur það til boða og það er auðvitað mjög ánægjulegt,“ segir Lilja Markus Rex segir Kínverja gegna lykilhlutverki í leiðangrinum með nýja rannsóknarskipinu. „Það mun framkvæma viðbótarrannsóknir sem hluta af leiðangrinum og án Kína myndi vanta stóran hluta af verkefninu“ segir Rex.Núverandi spálíkön ófullnægjandi Markmiðið með leiðangrinum er meðal annars að betrumbæta þau ófullkomnu líkön sem til eru af veðurfari og lífríki norðurskautsins til að spá fyrir um loftslagsbreytingar. Óvissuþættir í núverandi líkönum séu mjög miklir. „Okkur skortir grunnrannsóknir, sérstaklega að vetri til á norðurskautinu. Nú viljum við bæta skilning okkar á þessum ferlum, við viljum setja þau á traustan hátt inn í loftslagslíkönin og það mun gefa okkur miklu betri tækifæri til að spá fyrir um veðurfar á norðurskautinu í framtíðinni,“ segir Markus Rex. Meðal annars verður lögð flugbraut á ísnum svo hægt verði að flytja vistir, búnað og fólk að Pólstjörnunni sem verður föst í ísnum. „Flugbrautin gerir líka rannsóknarflugvélum kleift að lenda til að taka eldsneyti og inna af hendi nákvæmar rannsóknir á norðurheimsskautssvæðinu svo í rauninni verðum við með bensínstöð á norðurpólnum fyrir rannsóknarflugvélarnar,“ segir Markus Rex. Kína Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi hefur yfirumsjón með verkefninu sem kallast MOSAIC en ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan verður flaggskip leiðangursins sem hefst í september á þessu ári og stendur yfir í eitt ár. Prófessor Dr. Markus Rex yfirmaður loftlagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunni segir að um sex hundruð vísindamenn á fimm ísbrjótum, með aðstoð frá þyrlum og flugvél komi að rannsókninni. „Við viljum skilja betur veðurfarið á norðurheimsskautinu. Norðurheimsskautið er sá hluti heimsins þar sem hlýnunin er mest. Enginn staður á jörðinni hefur hlýnað eins mikið og norðurheimsskautið. En þetta er líka það svæði í heiminum þar sem við skiljum ekki hlýnunina nógu vel til að spá um framtíðina og við viljum breyta því“ segir Rex.Markus Rex, yfirmaður loftslagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunninni.Stöð2Finna þarf svar við flóknu spurningunum Þetta verður umfangsmesti rannsóknarleiðangur sem nokkru sinni hefur verið farinn á Norðurskautið með aðkomu vísindamanna frá sautján þjóðríkjum. En þýska flaggskipið Pólstjarnan verður föst inni í ísnum og mun fljóta með honum allan næsta vetur. „Auðveldu spurningunum hefur þegar verið svarað og nú snúum við okkur að erfiðu spurningunum. Hvernig er veðurfarið á norðurheimsskautinu á veturna? Hvernig er samspil hafíssins, andrúmsloftsins, vistkerfisins og lífjarðefnafræðinnar. Til að rannsaka þessi ferli þurfum við stór mælingatæki. Við þurfum íssjár, rannsóknarmyndavélar á ísnum, við þurfum þykktarmæla á ísnum við skipið“ segir Rex. Þetta væri eingöngu framkvæmanlegt með fjölþjóðlegri samvinnu þeirra sautján ríkja sem kæmu að leiðangrinum meðal annars frá Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Nýjasta og fullkomnasta rannsóknarskip óg ísbrjótur Kínverja, Xue Long, eða Snjódrekinn II verður sjósett eftir um tvo mánuði. Skipið mun meðal annars taka þátt í hinu risavaxna MOSAIC verkefni og það er aldrei að vita nema íslenskir vísindamenn eigi eftir að vinna um borð í þessu skipi.Tækifæri fyrir íslenska vísindamenn Leiðangurinn var vandlega kynntur á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sat ráðstefnuna í Shanghai og segir fróðlegt að hlusta á vísindamenn sem átti sig ekki á hvers vegna loftlagsbreytingarnar gerist hraðar á norðurslóðum en annars staðar. Þess vegna sé MOSAIC leiðangurinn mjög spennandi. „Auðvitað eru þetta stórmerkilegar rannsóknir sem er verið að kynna hérna í dag. Og við eigum að fylgjast mjög vel með og ekki bara fylgjast með heldur taka þátt.“ Heldur þú að íslenskir vísindamenn geti farið um borð í eitthvert af þessum rannsóknarskipum sem er verið að skipuleggja að fari á norðurskautið? „Já það er áhugi á því og þeim stendur það til boða og það er auðvitað mjög ánægjulegt,“ segir Lilja Markus Rex segir Kínverja gegna lykilhlutverki í leiðangrinum með nýja rannsóknarskipinu. „Það mun framkvæma viðbótarrannsóknir sem hluta af leiðangrinum og án Kína myndi vanta stóran hluta af verkefninu“ segir Rex.Núverandi spálíkön ófullnægjandi Markmiðið með leiðangrinum er meðal annars að betrumbæta þau ófullkomnu líkön sem til eru af veðurfari og lífríki norðurskautsins til að spá fyrir um loftslagsbreytingar. Óvissuþættir í núverandi líkönum séu mjög miklir. „Okkur skortir grunnrannsóknir, sérstaklega að vetri til á norðurskautinu. Nú viljum við bæta skilning okkar á þessum ferlum, við viljum setja þau á traustan hátt inn í loftslagslíkönin og það mun gefa okkur miklu betri tækifæri til að spá fyrir um veðurfar á norðurskautinu í framtíðinni,“ segir Markus Rex. Meðal annars verður lögð flugbraut á ísnum svo hægt verði að flytja vistir, búnað og fólk að Pólstjörnunni sem verður föst í ísnum. „Flugbrautin gerir líka rannsóknarflugvélum kleift að lenda til að taka eldsneyti og inna af hendi nákvæmar rannsóknir á norðurheimsskautssvæðinu svo í rauninni verðum við með bensínstöð á norðurpólnum fyrir rannsóknarflugvélarnar,“ segir Markus Rex.
Kína Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira