Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Þór Rögnvaldsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. Hegel hefur umfjöllun sína á því að undirstrika að í firrtum heimi finnur vitundin sig aldrei í skynveruleikanum. Hún skynjar hins vegar tvær andrár sem tjá annars vegar hið almenna og hins vegar hið einstaklingsbundna inntak. Hér er því um tvo eðlismætti að ræða sem hin firrta vitund skynjar sem algerar andstæður sem aldrei ná að slá í takt saman. Þessir eðlismættir eru, sem sagt, annars vegar hið Góða og hins vegar hið Illa. En þar að auki birtast þeir í hlutveruleikanum annars vegar sem Ríkisvaldið og hins vegar sem Ríkidæmið. Einstaklingarnir geta látið sem svo að þeir séu fullkomlega óháðir þessum eðlismáttum tveimur. Á hinn bóginn er raunveruleiki þeirra það áþreifanlegur að einstaklingarnir komast varla hjá því að taka afstöðu og dæma. Þannig er ljóst að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er verk sem er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Ríkisvaldið er þess vegna – frá þessu sjónarmiði – hið Góða vegna þess að það er fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir sem sagt einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Nú er rétt að undirstrika aftur að Hegel er hér að ræða um hinn firrta heim. Þessi heimur er firrtur vegna þess að í þessum veruleika skynjar vitundin eðlismættina tvo sem fullkomnar andstæður: um er að ræða algerlega óyfirstíganlega tvíhyggju þar sem eðlismættirnir tveir ganga aldrei hvor öðrum á hönd: hið Góða og hið Illa er eftir atvikum annaðhvort … eða; annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið. Hegel keyrir síðan umræðuna áfram í svimandi háum díalektískum pælingum – sem á engan hátt eiga erindi í þetta greinarkorn – þar sem vitundinni tekst loksins að upphefja eða yfirvinna firringuna, yfirgefa heim nauðsynjarinnar og ganga frelsinu á hönd. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum hvort eð er ekki á leiðsögn heimspekingsins að halda vegna þess að sjálf getum við hæglega fleytt þessum pælingum áfram. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mjög vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – eðlismættirnir tveir – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans er Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans er þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu ekkert annað en ýtrastra firring. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur eðlismættina tvo; við vitum að sannleikurinn er ekki í annaðhvort … eða formi, heldur – nú eins og endranær – í forminu bæði … og. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er firrt. Sjálfstæðisflokkurinn er firrt stjórnmálaafl – og er ekkert að fara í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglir hinum sterkara – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur sem sagt tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að festa rætur hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Enda er það svo að kapítalisminn – með bandarískan kapítalisma í fylkingarbrjósti – ryðst fram í heiminum af offorsi og gegndarlausum hroka, hagar sér eins og Herra heimsins og er þess vegna ógn við heimsfriðinn (sbr. t.d. ástandið í Íran þessa dagana). Kapítalisminn er auk þess ekkert annað en skefjalaus árás á viðkvæmar náttúruauðlindir jarðarinnar vegna þess að hann eirir engu í nafni hagnaðar, græðgi og eilífs hagvaxtar. Við verðum að losa okkur við kapítalismann ef okkur jarðarbörnum á að takast að lifa í sátt og samlyndi – og í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. Hegel hefur umfjöllun sína á því að undirstrika að í firrtum heimi finnur vitundin sig aldrei í skynveruleikanum. Hún skynjar hins vegar tvær andrár sem tjá annars vegar hið almenna og hins vegar hið einstaklingsbundna inntak. Hér er því um tvo eðlismætti að ræða sem hin firrta vitund skynjar sem algerar andstæður sem aldrei ná að slá í takt saman. Þessir eðlismættir eru, sem sagt, annars vegar hið Góða og hins vegar hið Illa. En þar að auki birtast þeir í hlutveruleikanum annars vegar sem Ríkisvaldið og hins vegar sem Ríkidæmið. Einstaklingarnir geta látið sem svo að þeir séu fullkomlega óháðir þessum eðlismáttum tveimur. Á hinn bóginn er raunveruleiki þeirra það áþreifanlegur að einstaklingarnir komast varla hjá því að taka afstöðu og dæma. Þannig er ljóst að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er verk sem er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Ríkisvaldið er þess vegna – frá þessu sjónarmiði – hið Góða vegna þess að það er fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir sem sagt einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Nú er rétt að undirstrika aftur að Hegel er hér að ræða um hinn firrta heim. Þessi heimur er firrtur vegna þess að í þessum veruleika skynjar vitundin eðlismættina tvo sem fullkomnar andstæður: um er að ræða algerlega óyfirstíganlega tvíhyggju þar sem eðlismættirnir tveir ganga aldrei hvor öðrum á hönd: hið Góða og hið Illa er eftir atvikum annaðhvort … eða; annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið. Hegel keyrir síðan umræðuna áfram í svimandi háum díalektískum pælingum – sem á engan hátt eiga erindi í þetta greinarkorn – þar sem vitundinni tekst loksins að upphefja eða yfirvinna firringuna, yfirgefa heim nauðsynjarinnar og ganga frelsinu á hönd. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum hvort eð er ekki á leiðsögn heimspekingsins að halda vegna þess að sjálf getum við hæglega fleytt þessum pælingum áfram. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mjög vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – eðlismættirnir tveir – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans er Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans er þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu ekkert annað en ýtrastra firring. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur eðlismættina tvo; við vitum að sannleikurinn er ekki í annaðhvort … eða formi, heldur – nú eins og endranær – í forminu bæði … og. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er firrt. Sjálfstæðisflokkurinn er firrt stjórnmálaafl – og er ekkert að fara í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglir hinum sterkara – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur sem sagt tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að festa rætur hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Enda er það svo að kapítalisminn – með bandarískan kapítalisma í fylkingarbrjósti – ryðst fram í heiminum af offorsi og gegndarlausum hroka, hagar sér eins og Herra heimsins og er þess vegna ógn við heimsfriðinn (sbr. t.d. ástandið í Íran þessa dagana). Kapítalisminn er auk þess ekkert annað en skefjalaus árás á viðkvæmar náttúruauðlindir jarðarinnar vegna þess að hann eirir engu í nafni hagnaðar, græðgi og eilífs hagvaxtar. Við verðum að losa okkur við kapítalismann ef okkur jarðarbörnum á að takast að lifa í sátt og samlyndi – og í friði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun