Uppi á þaki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar