Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 18:06 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07