Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:00 Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. FBL/Jón Sigurðsson Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira