Hriktir í afaveldinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun