Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2019 15:43 Engin lausn er í sjónmáli í deilu ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstrinum. Vísir/Jóhann K Ekkert gengur né rekur í samningaviðræðum ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla á landinu.Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. Umsjónarlæknum og rekstraraðilum sjúkrabíla, af öllu landinu, er ofboðið vegna ástandsins en þeir funduðu um málið á dögunum. Þá hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf þar sem þungum áhyggjum er lýst af ástandi sjúkrabifreiða, sem heilt yfir fer versnandi. Í bréfinu til ráðherra er ástandið sagt alvarlegt og óásættanlegt sé með öllu að ekki sé enn búið að tryggja fjármögnun til endurnýjunar. Þá segir að öryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra sé ógnað. Samkvæmt útgefnum viðmiðum er nú þegar orðin þörf á endurnýjun rúmlega helmings allra sjúkrabifreiða í landinu.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsendRekstraraðilar fá engar upplýsingar um stöðu mála Deilan um Sjúkrabílasjóð er í það miklum hnút að heilbrigðisráðuneytið hefur sagt sig frá málinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og vísað því til Sjúkratrygginga Íslands og á báðum stöðum verjast menn allra fregna um gang samningaviðræðna. Rekstraraðilar sjúkrabíla um allt land fá engar upplýsingar um framvindu mála og halda ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Rauði krossinn á Íslandi, spilunum þétt að sér. Eftir að ljóst var að Rauði krossinn á Íslandi myndi hætta rekstri sjúkrabílanna, eftir rúmlega 90 ára sögu, hófust samningaviðræður við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtökuna enda miklir fjármunir bundnir í tækjum og öðru sem snýr að rekstrinum.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKHalda gögnum frá fjölmiðlum Viðræður hafa gengið það illa á milli aðila að ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að vinna úttekt um stöðu Sjúkrabílasjóðs og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Eftir að ráðgjafafyrirtækið skilaði skýrslunni var ákveðið, af báðum aðilum, að innihald skýrslunnar yrði trúnaðarmál og fékk fréttastofan ekki aðgang að skýrslunni. Var sú ákvörðun kærð til Úrskurðanefndar um upplýsingamál, fyrir um þremur mánuðum síðan, þar sem málið er enn skoðunar.Ráðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Í febrúar sagði fréttastofan frá því að þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Nægt fé er til í sjúkrabílasjóði til þess að endurnýja flotann en ríkið hefur ekki aðgang að sjóðnum þar sem Rauði krossinn er skráður eigandi hans. Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun sjúkrabíla. Afar strangar reglur eru um Sjúkrabílasjóð og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð sem skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir. Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði. Þeir eru ekki upp á marga fiska.AðsendEngin lausn í sjónmáli Á meðan deilan er í hnút er líklegt að engin endurnýjun muni eiga sér stað í sjúkrabílaflotanum á Íslandi. Í nokkur skipti hafa Ríkiskaup frestað útboði vegna kaupa á nýjum bílnum en vonast er til að útboð verði í ágúst næstkomandi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
Ekkert gengur né rekur í samningaviðræðum ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla á landinu.Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. Umsjónarlæknum og rekstraraðilum sjúkrabíla, af öllu landinu, er ofboðið vegna ástandsins en þeir funduðu um málið á dögunum. Þá hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf þar sem þungum áhyggjum er lýst af ástandi sjúkrabifreiða, sem heilt yfir fer versnandi. Í bréfinu til ráðherra er ástandið sagt alvarlegt og óásættanlegt sé með öllu að ekki sé enn búið að tryggja fjármögnun til endurnýjunar. Þá segir að öryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra sé ógnað. Samkvæmt útgefnum viðmiðum er nú þegar orðin þörf á endurnýjun rúmlega helmings allra sjúkrabifreiða í landinu.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsendRekstraraðilar fá engar upplýsingar um stöðu mála Deilan um Sjúkrabílasjóð er í það miklum hnút að heilbrigðisráðuneytið hefur sagt sig frá málinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og vísað því til Sjúkratrygginga Íslands og á báðum stöðum verjast menn allra fregna um gang samningaviðræðna. Rekstraraðilar sjúkrabíla um allt land fá engar upplýsingar um framvindu mála og halda ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Rauði krossinn á Íslandi, spilunum þétt að sér. Eftir að ljóst var að Rauði krossinn á Íslandi myndi hætta rekstri sjúkrabílanna, eftir rúmlega 90 ára sögu, hófust samningaviðræður við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtökuna enda miklir fjármunir bundnir í tækjum og öðru sem snýr að rekstrinum.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKHalda gögnum frá fjölmiðlum Viðræður hafa gengið það illa á milli aðila að ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að vinna úttekt um stöðu Sjúkrabílasjóðs og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Eftir að ráðgjafafyrirtækið skilaði skýrslunni var ákveðið, af báðum aðilum, að innihald skýrslunnar yrði trúnaðarmál og fékk fréttastofan ekki aðgang að skýrslunni. Var sú ákvörðun kærð til Úrskurðanefndar um upplýsingamál, fyrir um þremur mánuðum síðan, þar sem málið er enn skoðunar.Ráðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Í febrúar sagði fréttastofan frá því að þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Nægt fé er til í sjúkrabílasjóði til þess að endurnýja flotann en ríkið hefur ekki aðgang að sjóðnum þar sem Rauði krossinn er skráður eigandi hans. Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun sjúkrabíla. Afar strangar reglur eru um Sjúkrabílasjóð og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð sem skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir. Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði. Þeir eru ekki upp á marga fiska.AðsendEngin lausn í sjónmáli Á meðan deilan er í hnút er líklegt að engin endurnýjun muni eiga sér stað í sjúkrabílaflotanum á Íslandi. Í nokkur skipti hafa Ríkiskaup frestað útboði vegna kaupa á nýjum bílnum en vonast er til að útboð verði í ágúst næstkomandi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30