Vilja skipta umræðunum í tvennt Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. júní 2019 21:15 Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15