Engin venjuleg tengsl Jill Esposito skrifar 7. júní 2019 07:00 Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun