Telur formann skipulagsráðs brjóta lög vegna viðbyggingar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. júní 2019 06:15 Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna óskar um að byggja við húsið að Mosabarði 15. Fréttablaðið/Ernir „Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira