Níu mánuðir án svara Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira