Sigurður Ingi við þingmenn Miðflokksins: „Þér er ekki boðið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2019 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði um Miðflokkinn í ræðu sinni. vísir/anton brink „Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“ Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33