Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:12 Ivan Golunov. reuters Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn. Rússland Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn.
Rússland Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira