Oddur Gretarsson og félagar í Balingen höfnuðu í 1.sæti þýsku B-deildarinnar í handbolta en lokaumferðin fór fram í dag þar sem Balingen heimsótti Grosswallstadt.
Það var ekki ýkja mikið undir hjá Oddi og félögum í dag enda voru þeir búnir að tryggja sér farseðil í þýsku Bundesliguna áður en kom að lokaumferðinni.
Þeir áttu þó á hættu að missa toppsætið í hendur Nordhorn en til þess kom ekki þar sem Balingen vann öruggan tíu marka sigur, 21-31, eftir að hafa leitt með sjö mörkum í leikhléi, 8-15.
Oddur skoraði tvö mörk í leiknum en hann var langmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 209 mörk. Næsti maður á eftir honum Gregor Thomann með 108 mörk. Oddur hafnaði í 6.sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar í vetur en markahæstur var Michael Spatz sem skoraði 254 mörk fyrir Grosswallstadt.
Oddur er 29 ára gamall en hann hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2013. Hann lék með Akureyri Handboltafélagi og Þór Akureyri hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku.
Oddur og félagar gulltryggðu efsta sætið með glæsibrag
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn

Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn





