Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:20 Björn Leví var mjög harðorður gagnvart Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, vegna nýrrar fjármálaáætlunar. vísir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“ Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira