„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 22:41 (T.h.) Mótmælandi var handtekinn fyrir utan dómssalinn í dag. (T.v.) Ivan Golunov var dæmdur til að sitja í tveggja mánaða stofufangelsi í dag. vísir Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“ Rússland Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“
Rússland Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira