Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 16:59 Skarphéðinn Berg Steinarrson telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði um fimmtán til tuttugu prósent. vísir/gva Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. WOW air var með allt að þrjátíu prósent flugsæta til og frá Íslandi og við fall þess í mars gerðu verstu spár ráð fyrir allt að fjórtán prósent samdrætti í ferðaþjónustu að sögn forsvarsmanna hjá Samtökum ferðaþjónustunnar sem jafngilti um hundrað milljörðum eða fimm loðnubrestum. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF sagði í fréttum í gær að nú væri gert ráð fyrir enn meiri samdrætti og sem gæti varað lengur ef stjórnvöld aðhæfust ekki til dæmis með markaðsátaki í haust á lykilmörkuðum. Skarphéðinn Berg Steinarsson telur að samdrátturinn á þessu ári verði verulegur. „Það verður samdráttur uppá kannski fimmtán til tuttugu prósent á þessu ári. Égg geri hins vegar ekki ráð fyrir því að þó yrði farið í markaðsátak núna að það myndi bjarga miklu. Það vantar ekki eftirspurnina eftir Íslandsferðum, það vantar flugsæti til að koma fólkinu til landsins og það mun ekki breytast á stuttum tíma. Það er frekar að gera ráð fyrir því að það muni breytast á næsta ári. En í ár mun flugsætum ekki fjölga við þessar aðstæður,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. WOW air var með allt að þrjátíu prósent flugsæta til og frá Íslandi og við fall þess í mars gerðu verstu spár ráð fyrir allt að fjórtán prósent samdrætti í ferðaþjónustu að sögn forsvarsmanna hjá Samtökum ferðaþjónustunnar sem jafngilti um hundrað milljörðum eða fimm loðnubrestum. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF sagði í fréttum í gær að nú væri gert ráð fyrir enn meiri samdrætti og sem gæti varað lengur ef stjórnvöld aðhæfust ekki til dæmis með markaðsátaki í haust á lykilmörkuðum. Skarphéðinn Berg Steinarsson telur að samdrátturinn á þessu ári verði verulegur. „Það verður samdráttur uppá kannski fimmtán til tuttugu prósent á þessu ári. Égg geri hins vegar ekki ráð fyrir því að þó yrði farið í markaðsátak núna að það myndi bjarga miklu. Það vantar ekki eftirspurnina eftir Íslandsferðum, það vantar flugsæti til að koma fólkinu til landsins og það mun ekki breytast á stuttum tíma. Það er frekar að gera ráð fyrir því að það muni breytast á næsta ári. En í ár mun flugsætum ekki fjölga við þessar aðstæður,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira