Krefst tíu milljóna í bætur frá ríkinu eftir frelsissviptingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 11:08 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamálið. Hann var sakborningur í 19 mánuði en sætti ekki ákæru. Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15
„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59