Guðjón Valur kvaddur: Kem kannski einn daginn aftur sem áhorfandi með stóran maga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2019 15:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því. Þýski handboltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því.
Þýski handboltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira